Jóhanna bjargar engu.

Séreignasparnaðurinn lækkar ekki skuldir heimilanna. Hvers vegna þarf fólk að eyða lífeyrissparnaði sínum til þess að skrimta, vegna þess að 30 einstaklingar lánuðu sjálfum sér alltof mikið af peningum út á eingin veð.
Greiðsluaðlögunnarfrumvarpið lækkar ekki skuldir heimilanna heldur lengja bara í hengingarólinni
Vaxtabætur lækka ekki skuldir heimilanna
Breytingaá gjaldþrotalögum lækka ekki skuldir heimilanna heldur lengja í hengingarólinni
4000 þúsund ný störf eru hugmyndir og ekkert annað en hugmyndir. Fjölga um 33 á listamannalaun er bara brandari. Fullvinna fikafurðir á íslandi, fiskur selst ekkert erlendis núna heldur hlaðast upp birgðir hér á landi og Norðmenn selja líka engann fisk, það er heimskreppa og atvinnuleysi og samdráttur um allan heim. Það eru 20 milljónir atvinnulausir í Kína og bullandi samdráttur, bullandi samdráttur í Japan, Fraklandi svo maður tali nú ekki um Bretland.

Það þarf að taka á verðbótum hér á landi. Það er verkalýðshreyfingin sem stendur fastast fyrir að einhvað verði gert í þeim málum, og verkalýðshreyfingin hefur Jóhönnu alveg í vasanum. Ögmundur og VG eru jú bara verkalýðshreyfing. Forseti ASÍ talar um siðleysi hjá HB Granda en horfir ekki á töp lífeyrissjóðanna á bullfjárfestingum. Stjórnarmenn lífeyrissjóða og verkalýðsforingjar hafa nefnilega verið svo uppteknir að dansa um gullkálfinn með Baugssvikamyllunni og Bjöggasvikamyllunum og Kaupþingsbullinu, Glitnisbullinu og Landsbankabullinu.
Það sem ergir mig er hvernig er hægt að fara með þjóðina. Það duga ekki að lengja eða frysta lán, það eru bara skamtíma kæling. Það þarf að koma hjólum atvinnulífsins aftur á stað. Einar þarft að hafa peninga til þess að versla við Hólmfríði svo að hún geti verslað við mig svo að ég geti verslað við þig. Gjaldþrotalög hjálpa ekkert þar. Greiðsluaðlögun hjálpar ekki þar. Vaxtabætur hjálpa lítið þar. Og vaxtabætur eiga að koma úr ríkissjóði sem á að vera rekinn með 150 milljarða halla á þessu ári. Og þegar 18 þúsund manns eru á atvinnu má búast við að hallinn verði miklu meiri, því að skattatekjur, virðisaukaskattur og tekjuskattur dregst svo gríðalega saman.
Ætlar ríkisstjórin að nota lán frá AGS til þess að greiða atvinnuleysisbætur í 5 ár. Öll gömlu Jóhönnuráðin, vaxtaætur,husnæðisbætur,barnabætur,atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir heimilin á meðan að þau þurfa að standa skil á vöxtum, verðbótum, vöxtum á verðbætur, seðilgjöldum.

Ingvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

33 nýir fúskarar á listamannalaunum er ekkert annað en rennblaut gólftuska framan í starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sem hefur mátt þola mannfækkun, launalækkun og stórfellda aukningu á vinnukröfum. Þessi stelpudrusla er ekki hæf til að vera ráðherra.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband