20.4.2010 | 18:50
Lífeyrissjóðirnir lækka launin okkar
Lífeyrissjóðirnir tala um eignir sínar séu um 1700 milljarðar. Það er enginn sjóður búinn að afskrifa hlutabréfaeign í bönkum og fjármálafyrirtækjum og fyrirtækjum útrásavíkinga, þá er hætta á að 1700 milljaranir falli niður fyrir 1000 milljarða. Eignir lífeyrisjóðanna eru ekki eign þeirra heldur launafólks. Lífeyrir er hluti að launum fólks, sem er ætlað að taka við launagreiðslum þegar fólk hættir að vinna.
Stjórnir lífeyrisjóðanna hafa sólundað í allskonar áhættufjárfestingar og bruðlað hægri vinstri fyrir utanlandsferðir og laxveiði. Spilling af vertu gerð. Til að fegra stöðu sína tóku lífeyrissjóðinir stöðu geng krónunni. Enginn stjónamaður hefur sagt af sér , ekki í einum einasta lífeyrissjóði.
Komum öllum lífeyrissjóðum inn í Seðlabankann og fellum niður verðtryggingu strax.
Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 19:01
Lygar og aftur lygar.
Steingrímur J hefur tekið upp þann sið að ljúga í öllum viðtölum í fjölmiðlum.
Auðvitað var ekki búið að kynna Bretum og Hollendingum fyrirvarana. Grísinn á Bessastöðum átti eftir að staðfesta lögin. Afhverju komast ráðamenn þessara þjóðar upp með það í fjölmiðlum dag eftir dag að ljúga og ljúga. Hvar eru alvöru blaðamenn? Drápu Baugsmiðlarnir niður allt sem heitir heiðalega og rökfasta blaðamensku. Og svo þessi frétt. Jóhanna er að hugsa um að senda forsætisráðherrum Breta og Hollendinga bréf. er að hugsa um. Þvílík frétt. Þetta er bara spuni og aftur spuni. Ríkisstjórnin er stjórnlaus útúrvonlaus og á að segja af sér hið allra fyrsta og taka loddarann á Bessastöðum með sér
Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 23:16
Árni Páll gerði upp á bak í Kastljósinu.
Árni Páll gerði algjörlega upp á bak í Kastljósinu. Hann stamaði og endurtók sig í sífellu sem eru augljós merki um menn sem eru að ljúga. Árni Páll er hluthafi í BYR sparisjóði og getur ekki hugsað sér að missa arðgreiðslur.
Það er greinilegt að Samfylkingin ætlar ekki að hjálpa heimilum landsins. Skjaldborg um heimilin var bara fyrirsögn , blekking og aðeins notað til atkvæðaveiðar. Samfylkingin undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur tekið sér stöðu gegn íslenskum heimilum.
Vanhæf rikisstjórn.
Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 01:14
Jóhanna bjargar engu.
Séreignasparnaðurinn lækkar ekki skuldir heimilanna. Hvers vegna þarf fólk að eyða lífeyrissparnaði sínum til þess að skrimta, vegna þess að 30 einstaklingar lánuðu sjálfum sér alltof mikið af peningum út á eingin veð.
Greiðsluaðlögunnarfrumvarpið lækkar ekki skuldir heimilanna heldur lengja bara í hengingarólinni
Vaxtabætur lækka ekki skuldir heimilanna
Breytingaá gjaldþrotalögum lækka ekki skuldir heimilanna heldur lengja í hengingarólinni
4000 þúsund ný störf eru hugmyndir og ekkert annað en hugmyndir. Fjölga um 33 á listamannalaun er bara brandari. Fullvinna fikafurðir á íslandi, fiskur selst ekkert erlendis núna heldur hlaðast upp birgðir hér á landi og Norðmenn selja líka engann fisk, það er heimskreppa og atvinnuleysi og samdráttur um allan heim. Það eru 20 milljónir atvinnulausir í Kína og bullandi samdráttur, bullandi samdráttur í Japan, Fraklandi svo maður tali nú ekki um Bretland.
Það þarf að taka á verðbótum hér á landi. Það er verkalýðshreyfingin sem stendur fastast fyrir að einhvað verði gert í þeim málum, og verkalýðshreyfingin hefur Jóhönnu alveg í vasanum. Ögmundur og VG eru jú bara verkalýðshreyfing. Forseti ASÍ talar um siðleysi hjá HB Granda en horfir ekki á töp lífeyrissjóðanna á bullfjárfestingum. Stjórnarmenn lífeyrissjóða og verkalýðsforingjar hafa nefnilega verið svo uppteknir að dansa um gullkálfinn með Baugssvikamyllunni og Bjöggasvikamyllunum og Kaupþingsbullinu, Glitnisbullinu og Landsbankabullinu.
Það sem ergir mig er hvernig er hægt að fara með þjóðina. Það duga ekki að lengja eða frysta lán, það eru bara skamtíma kæling. Það þarf að koma hjólum atvinnulífsins aftur á stað. Einar þarft að hafa peninga til þess að versla við Hólmfríði svo að hún geti verslað við mig svo að ég geti verslað við þig. Gjaldþrotalög hjálpa ekkert þar. Greiðsluaðlögun hjálpar ekki þar. Vaxtabætur hjálpa lítið þar. Og vaxtabætur eiga að koma úr ríkissjóði sem á að vera rekinn með 150 milljarða halla á þessu ári. Og þegar 18 þúsund manns eru á atvinnu má búast við að hallinn verði miklu meiri, því að skattatekjur, virðisaukaskattur og tekjuskattur dregst svo gríðalega saman.
Ætlar ríkisstjórin að nota lán frá AGS til þess að greiða atvinnuleysisbætur í 5 ár. Öll gömlu Jóhönnuráðin, vaxtaætur,husnæðisbætur,barnabætur,atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir heimilin á meðan að þau þurfa að standa skil á vöxtum, verðbótum, vöxtum á verðbætur, seðilgjöldum.
Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2009 | 21:56
Hinseginn dagar.
Að lána sjálfum sér milljónir til hlutafjárkaupa, lána vinum og kunningjum milljarða til hlutafjárkaupa, íbúðarkaupa í USA ,UK fleiri löndum.
Að lána vinum , kunningjum og sjálfum sér til kaupa á snekkjum, þotum og bílum.
Að fá lánað í öllum fjámálastofnum a Íslandi fyrir fjárfestingafélög skráð á Caymaneyjum.
Að ryksuga fjámuni út úr íslenskum fyrirtækjum og flytja fjarmunina út úr landinu( fá reyndar útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir) sem og ævisparnað hundruði íslendinga.
Eru það ekki eigendur og stjórnendur bankanna sem bera hér ábyrgð?
Getur einhver bennt mér hvernig ríkisstjórn Íslands og seðlabankastjórar koma að þessum lánum. Bankarnir hrundu vegna þess að þeir áttu ekki fyrir skuldum og útlan þeirra var oft á tíðum án tryggra veða, t.d 105 milljarða lán Kaupþings til fjáfestingafélags á Tortola viku fyrir bankahrun, þegar lausafjárkreppa var algjör. Ég vil meina að þetta sé refsivert og ber að handtaka þessa sem stjórnuðu því nú þegar. Ef að glæpur er framinn er ekki venjan að byrja að ranska verknainn eftir ár heldur STRAX. Núverandi stjórn er því miður ekki að gera neitt frekar en sú fyrri og hvernig má heldur það gerast meðan að Samfylkinig er við stjórnvöl. Þetta er allt saman ryk sem verið er að slá í augu kjósenda. Hvar eru mótmælendur? Hvers vegna er ekki mótmælt við skrifstofur fjárglæframannana. Eru mótmælendur búnir að gleyma hverri það voru . Hugsanlega er það, vegna þess að fjölmiðlanir eru ekki að pönkast í þeim . Það er ekki verið að mæla hver þeirra hefur mesta eða minsta traustið meðal þjóðarinnar. Ekki er verið að ellta þá út um alla borg.
Fjölmiðlar eru uppteknir við að skýra frá því hversu mikið íslendingar skulda og spyrja stjórnmálamennina um það. Hvernig væri nú að spyrja Jón Ásgeir, Sigurð Einarsson, Björgólf Guðmundsson, Björgólf Tor, Hannes Smárason. Pálma Haraldsson, Karl Wernerson hvernig og hvenar þeir ætli að gera upp skuldir sínar, og hvers vegna þeir fengu svona mikla peninga að láni, hver hefði veitt lánið. Þá kanski fáum við Nýtt Ísland, Réttlátt Ísland. Óspilt Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 18:28
Íslenskir fjölmiðlar í dag.
Viðskipti | mbl | 15.1 | 13:01
Fær ekki að kaupa skuldirnar
Vísir, 15. jan. 2009 12:45
Iceland verslunarkeðjan fær ekki að greiða upp lán sín.
Hér er sama fréttin útfærð hjá tveimur netmiðlum. Um er að ræða að Iceland verslunnarkeðjan vill eins og Mbl orðar það kaupa skuldirnar sínar. Þetta heitir á mannamáli að semja við lánadrottna og fá hluta af skuldum afskrifaðar.
Það muna allir eftir þegar að Phillip Green kom til landsins og vildi kaupa allar skuldir Baugs og átti það að vera svaka lega gott fyrir íslenska þjóðarbúið og vitnað sé í JÁJ. Reyndar kom svo í ljós að Green vildi látafella niður 95% af skuldunum og greiða aðeins 5% af skuldunum. Skuldirnar reyndust vera um það bil 1000 milljarðar kr.
( 1000,000,000,000) Það er greinilegt hver er Baugsmiðillin í þessu máli. Lesandi Vísis les það svo að Baugur fái ekki að gera upp lánin sín. Enn sé verið að beita Baug órétti.
Samkeppnisstofnum sektaði Haga sem eru í eigu Baugs og Gaums (JÁJ, ISP, JJ og KJ ) um kr 316 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum, þegar að félagið var með undirboð í verslunum Bónus til þess eins að drepa samkeppnina. En Hagar eru með yfir 60% markaðshlutdeild í smásöluverslun á Íslandi.
Jóhannes í Bónus sagði í fréttum Stöðvar 2 að" Bónus væri bannað að selja vörur ódýrt og einginn hefði tapað á þessu nema Hagar".
Í fréttum RÚV sagði Jóhannes það sama, en fréttakona á RúV sagði þá, "og samkeppnisaðilarnir. Þá stundi Jóhannes
" Já kannski þeir" Áróðusmaskinan er notuð óspart til þess að blekkja íslendinga.
Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 16:25
Á hverju eru raddir fólksins.......
Raddir fólksins krefjast þess að Árni Mathiasen segi af sér. Einnig leggja þau til að forsætisráðherra og formaður stjórnar Seðlabankans víkju. Reyndar áttu viðskiptaráðherra og fjármálaeftirlit að fylgjast með bönkunum er gerðu það ekki . Ef einhver trúverðuleiki ætti að vera í röddum fólksins þá ætti að krefjast þess að viðskiptaráðherra, formaður stjórnar fjármálaeftirlits og forstjóri fjármálaeftirlits taki pokann sinn strax.
Ingvar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 22:31
Fjölmiðlalög sem ÓRG þarf ekki að hafna.
Við getum sett á sjálf á fjölmiðlalög. Það eru lög sem við framkvæmum hvert og eitt, allir íslendingar.
Við merkjum öll sem eitt á bréfalúgur að við afþökkum Fréttablaðið og tökum einnig fram á merkingunni að ef brot verði á því verði blaðinu skilað á lóð höfuðstöðva 365 í Skaftahlíð.( eða á hlaðið á Bessastöðum) Auglýsendur hættið að kaupa auglýsingar i Fréttablaðinu strax. DV og Séð og Heyrt eru sorp og áróðurblöð Baugs og samkvæmt okkar lögum er bannað að eyða krónu í þessi sorprit. Við getum líka sett viðskiptabann á fjárglæframennina t.d. Jón Ásgeir og hans leppa , Pálma í Fons, Björgólf Thor og Björgólf gamla, og Bakkabræður. Við verslum ekki í verslunum þeirra né verðum í viðskipti við fyrirtæki þeirra. Lögin öðlast nú þegar gildi.
ps. Frjálst símafyrirtæki óskast á Íslandi strax. Einnig óskast frjálst tryggingarfélag strax á markað á Íslandi
Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 11:05
Veit bankamálaráðherran
Skyldi Björvin bankamálaráðherra vita af þessari skýrslu, eða kaus Ingibjörg Rauðsól að halda henni fyrir sig og Össur og líta þannig á skýrslunna að þetta væri Davíð að kenna.
Ingvar
Einn handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 12:30
Gúrku Pálmi í djúpum skít.
Stím skítalyktin var þá af Gúrku Pálma. Það kemur svo sem ekki á óvart. Og Jón Ásgeir kannaðist ekkert við Stím, hafði aldrei heyrt á það minst. Agnes Bragadóttir hafði og hefur rétt fyrir sér í þessu Stím máli, eins og flestu sem hún grefur upp. Að Jón Ásgeir hafi ekki komið nálægt Stím skítnum er ekki með neinu móti að trúa.
Við verðum að hreinsa Ísland af þessum skít og viðbjóði sem verk þessara glæpamanna eru, og það gerum við með því að versla ekki við þá. Verslum ekki í Bónus, Hagkaup. 10-11. Skeljung. Vogdafon, Securitas,Debemhams , Max, BT, Húsasmiðjunni og Blómaval.
Ingvar
Fons átti FS37 sem varð Stím | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)