Færsluflokkur: Bloggar
24.11.2007 | 00:44
Forsetinn á launum hjá Baugi.
Það dylst engum hvað "Baugsmiðlarnir" hampa forsetanum. Þeir mæra hann nánast daglega, forsetinn afi í fjórða sinn, forsetinn fekk að halda ræðu í brúðkaupinu, einn af fjórum, Þegar það kemur í ljós að hann er nánast daglega erlendis fær að opna skrifstofur og verslunnir nýríkra íslendinga og almenningur fer að blöskra flottræfilsháttin ,fær hann drotningaviðall á Stöð 2 og kvartar yfir því og kikkir út með því að þjóðin verði að áhveða hvort forsetinn eigi að vera til heimabrúks.
Komið hefur í ljós að hann barðist með kjafti og kló á móti fjölmiðlafrumvarpinu fyrir vini sína hjá Baugi, sem þurftu á fjölmiðlum að halda til að verja sig í komandi ransóknum og dómsmálum. Fræg er sagan um að bjóða hefði átt forsætisráðherranum 300 miljónir til að láta af andúð á Baugi.
Þess vegna vaknar sú spurning hvað fékk forsetinn fyrir að neita að skrifa undir lög frá Alþingi ?
IHG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2007 | 23:01
Til hamingju Evrópa
Það verður sko gaman að horfa á komndi Evrópukeppni í knattspyrnu sumarið 2008. Þar verður spilaður úrvals knattspyrna, því að það verður ekkert "landslið" frá Englandi. Ég hef reyndar aldrei skilið hvers vegna fá Norður Írland , Írland, Wales,Skotland og England að senda "landslið í heims og evrópukeppnir. Líkja mætti því að Ísafjörður og vestmannaeyjar væru með landslið slíkar keppnir og jafnvel Átthagafelag strandamanna gæti sent lið.
Það sem er að gerast í enskri knattspyrnu er líkt og hefur gerst í ítalskri,þýskri og spænskri knattspyrnu er að alltof margir erlendir leikmenn eru að leika í efstu deild og innlendir leikmenn eru á beknum eða í lakari liðum.
Vonandi verður enskt landslið niðri um ókomna framtíð
IHG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)