10.6.2008 | 00:06
EM í knattspyrnu.
Ég skil ekki þá áráttu í íslensku sjónvarpi að vera alltaf með eihverja "sérfræðinga" í spjallþáttum eftir leiki eða keppni. Og alltaf reynast þessir svokölluðu "sérfræðingar vera stjórnmálamenn . Afhverju þarf ALLTAF að hafa stjórnmálamann í þessum þáttum.
Þættirnir sem Þorsteinn J er með núna þegar EM í gangi er akkurat eins og allir þessir þættir Þorsteinn J hefur verið með hundleiðilegur og missir allveg marks. Leikurinn er búinn það eru allir hættir að horfa. Þeir sem halda með tapliðinu eru löngu búnir að slökkvað drullufúlir og allt, Og þeir sem halda með sigurliðinu eru í skýjunum og fara út að grilla eða fá sér bjór sem sagt fagna og þar að lútandi slökkva á sjónvarpinu.
T.d. í kvöld, Holland og Ítalía. Haldið þið virkilega að fólk hafi setið spennt og hlustað á hvað Kristrún Heimirsdóttir var að segja, í alvöru? Eg held ekki. Og ekki hafði gæinn sem var með henni mikið til málanna að leggja.
Ég spyr. Eru íþróttafréttamenn á RÚV ánægðir með að Þorsteinn J skuli vera settur í að stjórnað svona þáttum ár eftir ár? Það þarf enga svona leiinda þætti, enga leiðilega stjórnmálamenn sem þykkjast vita allt um fótbolta . Bein útsending og lýsing er alveg nóg.
IHG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.