Siðblind


Er hún ekki bara illa haldin af siðblindu?

Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, jafnar sig nú eftir augnaðgerð sem hún gekkst nýverið undir. Ekki var um alvarlega aðgerð að ræða en gert var að augasteinum forsetafrúarinnar. Bati hennar mun ekki taka langan tíma en Dorrit ætti að vera komin á fullt aftur um viku eftir aðgerðina.

Okkar ástkæra Dorrit er við góða heilsu en hún á sér þó nokkra sjúkrasögu sem forsetafrú. Árið 2006 skaut Dorrit landsmönnum skelk í bringu þegar hún fékk aðsvif við afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum. Dorrit og Ólafur Ragnar voru að taka á móti gestum þegar Dorrit hné niður. Hún var þó fljót að jafna sig á því og var komin á kreik skömmu síðar.

Það er eflaust flestum ferskt í minni þegar Dorrit lenti í alvarlegu skíðaslysi í Aspen árið 2007. Þá lærbrotnaði forsetafrúin þegar hún datt á skíðum og þurfti að dvelja nokkra daga á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Hún jafnaði sig sem betur fer að fullu eftir slysið.

Það virðist örlítil óheppni elta forsetahjónin hvað beinbrot varðar því þegar hjónin voru að kynnast
datt Ólafur Ragnar af hestbaki og handleggsbrotnaði. Upp frá því kynntist almenningur Dorrit sem hefur heillað land og þjóð upp úr skónum allar götur síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband