22.11.2008 | 16:44
Verkefnalisti ráðherra íslendinga. Verkefni vikan 22 -29 nóv 2008.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráherra . Fella niður verðtryggingu húsnæðislána. Í saðin fyrir vaxtabætur, barnabætur og húsaleigubætur þá lækki skattar . Hjálpi Árna Matt.
Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráherra. Breyta reglum um þinglýsingargjöld og stimpilgjöld þannig að þau verði miðuð við þá vinnu sem er við að færa þau. ( einn starfsmaður í 15 mín. ca kr 250. )
Árni Matthisen Fjámálaráðherra. Fella niður tolla, influtningsgjöld og vörugjöld af grænmeti og ávöxtum. Fella niður tolla og vörugjöld að fóðri til alifugla og svínaræktunnar.
Einar Kr Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra. Hefja stórátak í rækjun matjurta með útflutning í huga . Stórauka ræktun í gróðurhúsum og nota jarðhita og rafmagn til vistvænnar framleiðslu matvæla.
Og að aukin verði framleiðsla úr matvælum á íslandi s.s niðursuða og frysting. Stórauka fiskeldi í sjó s.s á þorski, ýsu,lúðu,steinbít laxi silung og krækling. Hefja rækju og hörpuskelseldi og nota til þess jarðhita, sem er til um allt land.
Auka kornrækt til fóðurgerðar og til olíuvinnslu.
Össur Skarphéðinsson. Lækka verð á orku til garðyrkjubænda, til fiskeldis, til alifugla og svínaræktunnar.
Hefjast handa við að setja upp vindmyllur til raforkuvinnslu. Selja orku til Evrópu um sæstreng.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra . Stórátak til þess að íslensk sjúkrahús verði álitlegur kostur fyrir erlend sjúkrahús til að senda sjúklinga til Íslands í krefjandir aðgerðir. Efla rekstur heilsuhæla með alheimsmarkað að ljósi, vistvæn heilsuhæli.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stórauka íþróttalíf ungs fólks um land allt. Það gefur ungu fólki þrótt og hamingju og hjálpar upp á heilbrigði íslenskrar æsku .
Setja lög um fjölmiðla sérstaklega dreifða eignaraðild .
Kristján Möller Samgönguráðherra. Hefja þegar vinnu við að byggja almeningssamgönur er nota raforku. Lestaferðir til Keflavíkur, Akureyrar og Reyðarfjarðar með farþega og vöru. Litlar rafmagnslestir ( Skyliner) á stofnbrautir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
Þórunn Sigurðardóttir umhverfisráðherra. Hjálpa Össur.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Breyta lögum um sérstakan saksóknara þannig að ríkissaksóknari geti tafarlaust skipað sérstakan saksóknara svo ekki þurfi að setja lög á Alþingi um hvert einasta skipti. Breyta lögum um skiptastjóra þannig að þeir lögmenn sem hafa varið eða farið með mál gegn fyrirtækjum í greiðslu og gjaldþrotameðferð, séu ekki skipaðir sem skiptastjórar. Leita mætti til Háskóla um vrkefni fyrir nýútskrifaða lögfræðinga.
Herða lög um kennitöluflakk.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir . Utanríkisráðherra. Kynna stefnu íslendinga í landbúnaðar, orku, sjávarútvegs , heilbrigðis og menntamálum fyrir erlendum ráðamönnum. Kynna Ísland sem land tækifæranna á fyrrtöldum sviðum.
Geir H Harde Forsætisráðherra . Sjá til þess að ráðherrarnir geri það sem er á þessum lista í þessari viku.
Ingvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.